Glæsilegt svið til leigu!

Tjaldaleiga skáta er stöðugt vakandi yfir því að bæta þjónustu sína við viðskiptavini og hlusta eftir þörfum þeirra. Nú í sumar verður fjölmörgum nýjum vörum bætt við í vöruúrval Tjaldaleigunnar og má þar á meðal nefna glæsilegt 48 fm svið.

Fjölmargir viðskiptavinir okkar hafa þörf fyrir slíkan búnað í tengslum við þær samkomur og uppákomur sem þeir standa fyrir og nú verður hægt að leysa málið í einni ferð til Tjaldaleigu skáta.

:: Skoða

Viðskiptavinir athugið!

Við bendum ykkur á kæru viðskiptavinir að við erum byrjuð að taka á móti pöntunum fyrir 2017. Endilega sendið okkur fyrirspurn og við svörum um hæl.

Framkvæmd fyrirspurnar hefur ekki ígildi pöntunar.

Fyrirspurn skulu fylgja upplýsingar um þá dagsetningu/dagsetningar sem fyrirhugað er að leigja búnaðinn ásamt upplýsingum um póstnúmer og póstfang þess staðar þar sem nota á búnaðinn.

Í kjölfar fyrirspurningar mun starfsfólk Tjaldaleigu skáta hafa samband og staðfesta pöntun og verð.

Kostnaður við flutning og uppsetningu er ekki inni í uppgefnu verði. Tjöldin eru ekki leigð með uppsetningu en Tjaldaleiga skáta gerir tilboð í uppsetningu og flutning ef óskað er. Verðið fer eðlilega eftir stærð tjaldsins og hversu mikinn mannafla þarf til uppsetningarinnar. Leitið tilboða í leiguverð ef tjöldin eru leigð í lengri tíma með því að senda póst á tjaldaleiga@skatar.is

UA-51229619-1