Home Forsidukassi

Þekking og góð þjónusta!

Skátarnir hafa áratuga reynslu af tjöldum og búnaði tengdum þeim. Á þessari reynslu var byggt þegar Tjaldaleiga skáta var stofnsett árið 1995.

Í boði eru samkomutjöld af ýmsum stærðum sem henta við hin fjölbreyttustu tækifæri, hvort sem um er að ræða mannfagnað eða bara sem afdrep fyrir íslenskri veðráttu á ættarmóti.  Tjöldin eru almennt ekki leigð út yfir vetrartímann þegar allra veðra er von. Ef tjöldin eru send út á land er ekki tekið leigugjald fyrir flutningadagana.

Þá býður Tjaldaleiga skáta ýmsan annan búnað svo sem borð, stóla, og bekki.

Skoðið lýsingar á tjöldum og búnaði og hafið svo samband á skrifstofutíma og pantið með góðum fyrirvara.

:: Skoða upplýsingar um tjöld

Tjaldaleiga skáta býður upp á frábærar lausnir þegar að samkvæmi kemur

Við bjóðum upp á margar stærðir af tjöldum, allt frá 7,5fm sölutjöldum upp í 200fm veislutjöld. Eins erum við með á lager stóla. borð og bekki, fullkomið svið sem hægt er að nota bæði úti og inn sem og hljóðkerfi sem hentar ákaflega vel í veisluna.

Endilega hafið samband við okkur, tjaldaleiga@skatar.is og við svörum um hæl.

Betri þjónusta

Tjaldaleiga skáta er stöðugt vakandi yfir því að bæta þjónustu sína við viðskiptavini og hlusta eftir þörfum þeirra. Nú í sumar verður fjölmörgum nýjum vörum bætt við í vöruúrval Tjaldaleigunnar og má þar á meðal nefna öflugt hljóðkerfi. Fjölmargir viðskiptavinir okkar hafa þörf fyrir slíkan búnað í tengslum við þær samkomur og uppákomur sem þeir standa fyrir og nú verður hægt að leysa málið í einni ferð til Tjaldaleigu skáta.

Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar!

:: Senda tölvupóst

Það er gott að geta tyllt sér niður!

Þegar halda á góða veislu eða fagnaðarfund þarf að huga að því að vel fari um alla gesti. Tjaldaleiga skáta býður mikið úrval af stólum, borðum og bekkjum sem fylgibúnað við tjöldin. Þessi aukabúnaður er samanbrjótanlegur og því afar auðveldur í flutningi.

:: Lesa meira um borð, stóla og bekki
UA-51229619-1