Home Góð ráð

Það er að mörgu að hyggja við undirbúning og framkvæmd á samkvæmi og ef vel á til að takast er gott að hafa tímann fyrir sér. Hér að neðan eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga. Við minnum einnig á að sérfræðingar Tjaldaleigu skáta eru ávallt viðbúnir við að aðstoða á alla lund. Hér á eftir eru ýmsir punktar sem gott er að hafa í huga auk gátlista með fjölmörgum minnisatriðum.

:: Skoða gátlista

Tímasetning

Það er alltaf góð regla að undirbúa sig tímanlega. Finna tíma sem hentar fyrir viðkomandi viðburð og líklegur er að henti gestunum líka því án þeirra verður lítið fjör. Háannatími Tjaldaleigu skáta er frá miðjum júní og fram yfir miðjan ágúst og því gott að hafa góðan fyrirvara á að tryggja sér tjald og annan búnað eigi viðburðurinn að fara fram á þeim árstíma.

Staðsetning

Búnaður Tjaldaleigu skáta hefur verið settur upp um allt land í gegnum tíðina og því er staðsetning engin fyrirstaða og hana velur hver og einn eftir hentugleika og því sem hæfir tilefninu best. Dæmi eru um að tjöldin séu sett upp í görðum á einkalóðum í þéttbýli eða á malbikuðum svæðum.

Hafi hópurinn í huga ættarmót eða aðra samkomu sem felur í sér að gestir gisti í tjöldum eða ferðavögnum skiptir máli að velja tjaldsvæði sem hefur alla nauðsynlega þjónustu. Í því sambandi bendum við á fjölskyldutjaldsvæðið á Úlfljótsvatni sem er fyrsta flokks tjaldsvæði með fyrirmyndarþjónustu. Sjá www.ulfljotsvatn.is

Búnaður

Við undirbúning skiptir máli að velja rétta stærð af tjaldi. Hér á vef Tjaldaleigu skáta eru upplýsingar um mismunandi stærðir og gerðir tjalda og þar koma einnig fram upplýsingar um viðmiðunartölur um hvað hvert tjald rúmar marga gesti í standandi boði eða sitjandi borðhaldi.

Þá skiptir líka máli að huga að fylgibúnaði svo sem stólum, borðum eða bekkjum svo dæmi séu tekin. Einnig er vakin athygli á öðrum búnaði svo sem gasofnum, sviði og hljóðkerfi.

Sérfræðingar Tjaldaleigu skáta aðstoða við að áætla þörf fyrir slíkan aukabúnað.

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni

Eins og fyrr segir er aðstaðan á Úlfljótsvatni fyrsta flokks og þar er margvísleg þjónusta í boði fyrir gesti, hvort sem þeir koma í dagsferð eða til lengri dvalar. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar eru í boði og má sem dæmi nefna báta, þrautabraut, klifurturn, íþróttavelli og veiði svo dæmi séu tekin. Starfsfólk Útilífsmiðstöðvarinnar tekur einnig að sér skipulagningu á dagskrá fyrir hópa sé þess óskað og margir notfæra sér veisluþjónustu staðarins sem matreiðir gómsætan mat ofan í mis stóra hópa. Aðrir kjósa að notfæra grill og bekki sem eru víða um svæðið.

Í sumar eru varðeldar að skátasið öll laugardagskvöld og þangað sækja gestir staðarins og taka þátt í fjörinu.

Allar nánari upplýsingar um aðstöðu og dagskrá er að finna á heimasíðu Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni: www.ulfljotsvatn.is

Ráðgjöf Tjaldaleigu skáta

Hér að framan eru nefnd nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar góða veislu gjöra skal. Þetta er auðvitað ekki tæmandi listi en við ítrekum að sérfræðingar Tjaldaleigu skáta eru ávallt viðbúnir að aðstoða við undirbúning og framkvæmd.

:: Skoða gátlista