Home Skilmálar

Til athugunar:

 • Framkvæmd fyrirspurnar hefur ekki ígildi pöntunar.
 • Fyrirspurn skal fylgja upplýsingar um þá dagsetningu/dagsetningar sem fyrirhugað er að leigja búnaðinn ásamt upplýsingum um póstnúmer og póstfang þess staðar þar sem nota á búnaðinn.
 • Í kjölfar fyrirspurningar mun starfsfólk Tjaldaleigu skáta hafa samband og staðfesta pöntun og verð.
 • Uppgefið verð er með VSK.
 • Kostnaður við flutning og uppsetningu er ekki inni í verðinu.
 • Tjöldin eru ekki leigð með uppsetningu en Tjaldaleiga skáta gerir tilboð í uppsetningu og flutning ef óskað er. Verðið fer eðlilega eftir stærð tjaldsins og hversu mikinn mannafla þarf til uppsetningarinnar.
 • Leitið tilboða í leiguverð ef tjöldin eru leigð í lengri tíma með því að senda póst á tjaldaleiga@skatar.is

Reglur um leigubúnað:

 • Leigutaki ber fulla ábyrgð á umgengni og leigubúanð á leigutíma.
 • Leigutaki skuldbindur sig til að bæta tjón sem verða kann á leigubúnaði á leigutíma. Þá skiptir ekki máli hvort hann setji búnaðinn sjálfur upp eða fái aðstoð leiguaðila.
 • Dagleiga er leiga í einn dag á tímabilinu frá mánudegi til fimmtudags.
 • Helgarleiga er leiga frá umsömdum tíma á föstudegi og skilað á mánudagsmorgni.
 • Ganga þarf frá greiðslu um leið og leigubúnaður er sóttur.
 • Leigutaki þarf að leggja fram greiðslukortanúmer sem tryggingu fyrir mögulegu tjóni á leigubúnaði á meðan leigubúnaður er í leigutakans umsjá eða töfum á skilum leigutaka eftir umsaminn leigutíma.
 • Leigutaki skuldbindur sig til að skila leigubúnaði strax eftir umsamin leigutíma í hendur starfsmanna Tjaldaleigu skáta. Að öðrum kosti getur Tjaldaleiga skáta innheimt sektir vegna tafa eða rangrar staðsetningar á skilum leigubúnaðar.
 • Leigutaki skuldbindur sig til að skila leigubúnaði hreinum að leigutíma loknum. Að öðrum kosti mun Tjaldaleiga skáta innheimta þrifagjald af því kortanúmeri sem gefið er upp fyrir tryggingu frá leigutaka.
:: Sækja skilmála á PDF formi