Home Um okkur

Skátarnir hafa áratuga reynslu af tjöldum og búnaði tengdum þeim. Á þessari reynslu var byggt þegar Tjaldaleiga skáta var stofnsett árið 1995.

Í boði eru samkomutjöld af ýmsum stærðum sem henta við hin fjölbreyttustu tækifæri, hvort sem um er að ræða mannfagnað eða bara sem afdrep fyrir íslenskri veðráttu á ættarmóti.  Tjöldin eru almennt ekki leigð út yfir vetrartímann þegar allra veðra er von. Ef tjöldin eru send út á land er ekki tekið leigugjald fyrir flutningadagana.

Þá býður Tjaldaleiga skáta ýmsan annan búnað svo sem borð, stóla, og bekki og nú í sumar bætast við ýmsar nýjungar og má þeirra á meðal nefna öflugt hljóðkerfi og glæsilegt svið sem henta vel fyrir stærri viðburði.

Skoðið lýsingar á tjöldum og búnaði og hafið svo samband á skrifstofutíma og pantið með góðum fyrirvara.

Til athugunar

Hér á vef Tjaldaleigu skáta er gott yfirlit yfir þau tjöld og annan búnað sem í boði er ásamt verðupplýsingum og hægt er að velja vörur eins og í hefðbundinni vefverslun og senda það val inn sem fyrirspurn. Í þessu sambandi er mikilvægt að athuga eftirfarandi:

  • Framkvæmd fyrirspurnar hefur ekki ígildi pöntunar.
  • Fyrirspurn skulu fylgja upplýsingar um þá dagsetningu/dagsetningar sem fyrirhugað er að leigja búnaðinn ásamt upplýsingum um póstnúmer og póstfang þess staðar þar sem nota á búnaðinn.
  • Í kjölfar fyrirspurningar mun starfsfólk Tjaldaleigu skáta hafa samband og staðfesta pöntun og verð.
  • Kostnaður við flutning og uppsetningu er ekki inni í uppgefnu verði. Tjöldin eru ekki leigð með uppsetningu en Tjaldaleiga skáta gerir tilboð í uppsetningu og flutning ef óskað er. Verðið fer eðlilega eftir stærð tjaldsins og hversu mikinn mannafla þarf til uppsetningarinnar. Leitið tilboða í leiguverð ef tjöldin eru leigð í lengri tíma með því að senda póst á tjaldaleiga@skatar.is
  • Reikningsupplýsingar: kt. 610514-1620, banki 0528-26-1718

Skilmálar

Mikilvægt er að viðskiptavinir kynni sér vandlega skilmála Tjaldaleigu skáta.

Staðsetning

Höfuðstöðvar Tjaldaleigu skáta eru í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 en vöruafgreiðsla er staðsett að Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Til að komast að vöruafgreiðslu Tjaldaleigu skáta er best að aka að Kænunni við Óseyrarbraut 2. Aka eftir Óseyrarbrautinni að Lónsbraut og framhjá Lónsbraut 1. Þar rétt fyrir innan er aðkoman að Hvaleyrarbraut 22.

tjaldaleiga_kort

tjaldaleiga2