Heim Forsidukassi Tjaldaleiga skáta leigir út tjöld í öllum stærðum og gerðum

Þekking og góð þjónusta!

Skátarnir hafa áratuga reynslu af tjöldum og búnaði tengdum þeim. Á þessari reynslu var byggt þegar Tjaldaleiga skáta var stofnsett árið 1995.

Í boði eru samkomutjöld af ýmsum stærðum sem henta við hin fjölbreyttustu tækifæri, hvort sem um er að ræða mannfagnað eða bara sem afdrep fyrir íslenskri veðráttu á ættarmóti.  Tjöldin eru almennt ekki leigð út yfir vetrartímann þegar allra veðra er von. Ef tjöldin eru send út á land er ekki tekið leigugjald fyrir flutningadagana.

Þá býður Tjaldaleiga skáta ýmsan annan búnað svo sem borð, stóla, og bekki.

Skoðið lýsingar á tjöldum og búnaði og hafið svo samband á skrifstofutíma og pantið með góðum fyrirvara.

:: Skoða upplýsingar um tjöld

SIMILAR ARTICLES

NO COMMENTS

Leave a Reply